138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

vinna við aðildarumsókn að ESB.

[10:56]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg):

Frú forseti. Ég hélt að ég hefði svarað því alveg skýrt að ég teldi að okkar hag væri betur borgið með því að fara ekki í Evrópusambandið. Ég hef þess vegna ekki trú á að björgunarhringjum frá Evrópusambandinu, ég hef meiri trú á okkur sjálfum hvað það varðar. Við getum farið með samninga okkar við önnur lönd á eigin forsendum en þurfum ekki að fara með þá í gegnum Evrópusambandið þannig að ég vil enga sérstaka bjarghringa. Það er eftir atvikum hversu góðir þeir eru.

Varðandi spurninguna um Icesave þá er þetta samningur sem sjálfstæðismenn skrifuðu undir á sínum tíma þegar þeir voru í ríkisstjórn og gengu frá. (Gripið fram í: Já.) Ég er ekki hrifinn af þessu (Gripið fram í.) og mér finnst þetta vera afleit staða, sá þrýstingur og hótanir sem hafa komið frá (Forseti hringir.) t.d. Bretum og Hollendingum og reyndar Evrópusambandinu öllu. (Forseti hringir.) Ég er á móti hótunum í samskiptum þjóða og ég tala ekki um eins og í þessu efni, frú forseti, en ég hef greitt (Forseti hringir.) atkvæði eins og hv. þingmaður veit með þessu máli, (Forseti hringir.) það liggur fyrir. Þetta var ákvörðun sem sjálfstæðismenn tóku á sínum tíma og (Forseti hringir.) þjóðin situr því miður uppi með.