138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

sjúkratryggingar.

324. mál
[16:28]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er sömuleiðis um það að ræða að verið er að fresta gildistöku á ákveðnum þætti sem miðar að því að Sjúkratryggingar Íslands taki yfir samningagerð við heilbrigðisstofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga og annarra sem reka hjúkrunarheimili. Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema að það sýnir sig þegar menn skoða málið að það gengur þvert á eitt mesta slys sem núna liggur fyrir þinginu og norræna velferðarstjórnin ætlar að keyra í gegn, sem er að færa 20 milljarða af heilbrigðisþjónustu yfir í alls óskylt ráðuneyti, félags- og tryggingamálaráðuneytið. Þar af leiðandi er ekki gert ráð fyrir að sjúkratryggingar sjái um þennan þátt sem lagt var upp með a.m.k. af Samfylkingunni í fyrri ríkisstjórn.

Virðulegi forseti. Þetta sýnir kannski í hnotskurn hve illa er að málum staðið og ég vek enn og aftur athygli hv. þingmanna á því stórslysi að færa 20 milljarða af heilbrigðisþjónustu án nokkurra umsagna (Forseti hringir.) frá heilbrigðisráðuneyti yfir í félags- og tryggingamálaráðuneyti.

(Forseti (ÁRJ): Forseti er ekki viss um að hv. þingmaður hafi verið að ræða um rétt mál. Þetta varðar sjúkratryggingar.)

Jú, jú, ég segi já, þetta er aðeins á ská við …