138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

tekjuskattur.

81. mál
[16:33]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um breytingar sem gera þarf á tekjuskattslögunum vegna næsta máls eða 11. dagskrárliðar sem fjallar um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Þetta mál er meira og minna í takti við það sem við sjálfstæðismenn settum fram í efnahagstillögum okkar, þingsályktunartillögu, og horfir til framfara hvað varðar nýsköpunarumhverfi á Íslandi. Málið eins og það liggur fyrir er meira og minna ágætt, það eru svona breytingartillögur sem við erum með, og við segjum já við þessu.