138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

tekjuskattur.

81. mál
[16:34]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér hefur ríkisstjórnin ákveðið að leggja fram mál sem við framsóknarmenn höfum lagt fram í formi þingsályktunartillögu undanfarin tvö ár og hæstv. fjármálaráðherra (Forseti hringir.) hefur ákveðið að taka upp á sína arma.

(Forseti (ÁRJ): Gefið hv. þingmanni hljóð til að ræða um atkvæðagreiðsluna.)

En eins og með svo mörg mál hjá hæstv. ríkisstjórn er hér ekki að okkar mati gengið nægilega langt heldur sagt að skoða eigi málið aftur að ári. Við í minni hlutanum höfum lagt fram breytingartillögur og ég vonast til að farið verði ítarlega yfir þær í efnahags- og skattanefnd milli 2. og 3. umr. Ég segi já. (Gripið fram í: Allir sammála ríkisstjórninni.)