138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

82. mál
[16:38]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Við greiðum hér atkvæði um … (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Beina máli sínu til forseta, hv. þingmaður.)

Virðulegur forseti. Við greiðum hér atkvæði um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki. Þetta er þarft frumvarp og horfir til framfara. Þeir gallar voru á því að stuðningurinn náði eingöngu til stærri fyrirtækja í rannsóknar- og þróunarstarfsemi en ég held að vilji minni og meiri hlutans birtist í því að þetta verði útvíkkað þannig að þetta beinist frekar að hagnýtari rannsóknum og hagnýtari nýsköpun og minni fyrirtækjum. Þetta mál er til framfara og við styðjum frumvarpið.