138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

82. mál
[16:41]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil í upphafi máls míns óska eftir því að málið gangi á ný til efnahags- og skattanefndar sem og mál nr. 10 á dagskránni sem var rætt hér á undan. Ég ítreka orð mín frá því áðan að þetta er mál sem við framsóknarmenn höfum lagt fram á Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Hæstv. fjármálaráðherra kom hér upp og sagði að þetta mál hefði verið á stefnuskrá allra flokka. Það má vera rétt en ég fór í þingmálaskrána á milli atkvæðagreiðslna og komst að þeirri niðurstöðu að Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur lagt fram þingmál á Alþingi (Gripið fram í.) til stuðnings nýsköpunarfyrirtækjum. (Gripið fram í.) (Forseti hringir.)

(Forseti (ÁRJ): Hljóð í salnum.)

En batnandi mönnum er best að lifa og við framsóknarmenn fögnum því sérstaklega (Forseti hringir.) að hæstv. fjármálaráðherra hafi tekið upp þetta þarfa og brýna (Forseti hringir.) mál og óskum eftir því að tekið verði tillit til breytingartillagna okkar við 3. umr. (Gripið fram í: Þið eruð æðislegir.) Ég segi já.