138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

vörumerki.

46. mál
[17:06]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við erum að greiða atkvæði um vörumerki og það hljómar kannski ekki merkilega en hins vegar er um það að ræða að Evrópusambandið er að neyða okkur til þess að minnka samkeppni og þar af leiðandi hækka vöruverð. Samið var um að þetta yrði rætt sérstaklega í dag en við það var ekki staðið. Við höfum því einungis tækifæri til þess að koma með athugasemdir hér í atkvæðaskýringu. Þetta virðist vera orðin einhver regla að hæstv. ráðherrar í núverandi ríkisstjórn lyppast niður samstundis þegar þeir sjá útlendinga eða eitthvað útlenskt, ég tala nú ekki um frá Evrópusambandinu, og engum vörnum var beitt í þessu máli, sem er þvert á hagsmuni íslensks almennings.

En svo maður noti hugtök gamla Alþýðubandalagsins, af því að margir hæstv. ráðherrar eru úr þeirri ríkisstjórn, að nú geta ýmsir auðvaldsseggir (Forseti hringir.) glaðst mjög. (Gripið fram í.)