138. löggjafarþing — 50. fundur,  18. des. 2009.

atvinnuleysistryggingar o.fl.

273. mál
[11:50]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Mál þetta hefur verið unnið í mjög mikilli samvinnu við hagsmunaaðila (Gripið fram í: Rangt.) og síendurteknir fundir farið fram (Gripið fram í: Rangt.) með þeim um þetta mál. (Gripið fram í: Þetta er rangt. … ljúga.) og — (Forseti hringir.) Get ég fengið að flytja hér atkvæðaskýringu án frammíkalla? (Gripið fram í: … hann segi ekki satt.) (BÁ: Þú hefur nú ekki einkarétt á …)

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður (Gripið fram í.) hv. þingmenn að gefa ráðherranum tækifæri til að gera grein fyrir atkvæði sínu. )

Virðulegi forseti. Það voru haldnir ítrekaðir fundir með hagsmunaaðilum um þetta mál og líka með sveitarfélögunum. Við meðferð málsins í þinginu höfum við brugðist við öllum athugasemdum sem geta leitt til viðbótarkostnaðar fyrir sveitarfélögin. Það eina sem eftir stendur er sumarframfærsla námsmanna sem skuldbinding liggur fyrir um að fara yfir með okkur og sveitarfélögunum í framhaldinu. Hér eru engar breytingar gerðar á rétti einyrkja til atvinnuleysisbóta. Þar á eru engar breytingar gerðar. (Forseti hringir.) Það er sett hámark á þann tíma sem sjálfstætt starfandi einstaklingar (Forseti hringir.) geta haldið virðisaukaskattsnúmeri sínu opnu (BirgJ: Tveir mánuðir.) og haldið rekstri — þrír mánuðir — (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) opnum samhliða því að vera á bótum. Það er það eina sem er gert. Þetta snertir (Forseti hringir.) með engum hætti rétt einstaklinga til atvinnuleysisbóta.