138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[14:32]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og skattn. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Jú, vissulega, ef frumvarpið fer í gegn er til þess vinnandi að reyna að breyta nafninu á því. Ég held að það sé líka orðið til þess vinnandi að fá hina hreyfinguna á þingi til að reyna að breyta sínu nafni því að hún er ekki lengur grænt framboð ef þetta fer í gegn og það þarf þá að breyta því nafni líka. (BJJ: Í hvað?) Ja, spyrðu mig ekki. Óljóst framboð væri kannski ágætisnafn, ég veit ekkert lengur fyrir hvað þeir standa.