138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[14:39]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta efh.- og skattn. (Þór Saari) (Hr) (andsvar):

Virðulegur forseti. Vissulega gæti verið tilefni til að gera nafnabreytingartillögu um þetta frumvarp. Hvort ég muni taka þátt í því með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki veit ég ekki enn þá. Ég tamdi mér það ungur að hugsa mig tvisvar eða þrisvar um varðandi allt sem viðkemur Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum og ég ætla að halda þeirri varúðarráðstöfun áfram þangað til ég verð gamall maður, en ég mun ráðfæra mig við mína samflokksmenn um það.