138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:30]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég átta mig ekki alveg á þessu. Megum við þá ekki kalla kolefnisskatt kolefnisskatt nema við leggjum hann á olíufélögin eða þá sem dæla upp olíunni? Ég tel að þetta sé meira orðaleikur en fyrir þessu standi gild rök. Að sjálfsögðu er það auðlindin sem er uppspretta verðmætanna í þessu tilviki og þetta er bara spurning um mismunandi leiðir og hvar á ferlinu skatturinn er tekinn út eins og ég sé það. Við skulum líka hafa það í huga að þetta er auðlind í tvöföldum skilningi að segja má fyrir okkur Íslendinga því að eigum þessa umhverfisvænu orku, við búum við tiltölulega hagstætt orkuverð, það er t.d. alveg sérstaklega ódýrt að kynda stór hús á Íslandi á svæðum eins og hér þar sem menn njóta gæðanna af ódýrri hitaveitu. Þess vegna er það ekki óeðlilegt sjónarmið að horft sé til þess að auðlindarenta gangi einhvers staðar (Forseti hringir.) út úr keðjunni til þjóðarinnar.