138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[15:35]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það var auglýst eftir eldmóði hæstv. ráðherra og þarna kom gamli Steingrímur J. Sigfússon, hv. stjórnarandstöðuþingmaður, í ljós og fór að tala um hrunið, að við mættum ekki gleyma því, og fór að tala um að okkur vantaði peninga í kassann. Þar held ég að hafi loksins komið fram hinn rétti og eini tilgangur þessa frumvarps vegna þess að ég hef leitað, lesið í gegnum það og nefndarálitin, og ég finn ekki umhverfisrökin sem eiga að liggja þarna að baki. Ég bið hæstv. fjármálaráðherra forláts en það er enginn eldmóður í frumvarpinu, það eru engin umhverfisrök í frumvarpinu. Þetta er eins og að einhver hafi staðið jafnvel í sturtunni einn morguninn og hugsað með sér: Aha, hér á eftir að skattleggja eitt, ég ætla að skattleggja heita vatnið. Þetta er nýi sturtuskatturinn.

Þetta er ekkert annað en frumvarp til þess að fá meiri peninga í kassann og það er þá bara fínt en segjum það þá bara eins og það er. Þetta eru auknar álögur (Forseti hringir.) á fyrirtækin, heimilin og fjölskyldurnar í landinu. Þetta hefur (Forseti hringir.) ekkert með umhverfið að gera.