138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[19:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp um auðlindaskatt. Þetta er náttúrlega ekki auðlindaskattur. Til dæmis er heitt vatn skattlagt þeim mun þyngra sem auðlindin er verðminni, þ.e. sem prósenta af gjaldi fyrir heitt vatn og það er hærra þegar auðlindin er slæm. Það er lægst þegar auðlindin er best og þá á að borga minnst, þannig að þetta er ekki auðlindagjald, fyrir utan það að hér er verið að leggja á með mjög litlum fyrirvara og án þess að menn hafi nokkurn tíma til að hugleiða það mjög merkilega og athyglisverða skatta en þeir hafa ekkert verið ræddir hvorki innan þings né utan. Ég segi nei við þessu.