138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[19:10]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við greiðum atkvæði um umhverfis- og auðlindaskatta. Það er sjálfsagt og eðlilegt að leggja á gjald vegna mengunar sem menn standa fyrir og full ástæða til að fagna innleiðingu kolefnisskattsins.

Um orkugjöldin er það að segja að það er ekki nema sjálfsagt að þjóðin hafi arð af hinum gríðarlegu orkuauðlindum sínum. Einnig er fagnaðarefni að með þessu gefst fjölmörgum öflugum fyrirtækjum í landinu tækifæri til að taka þátt í því stóra verkefni með fólkinu í landinu að brúa það mikla bil sem nú er í ríkisfjármálum.