138. löggjafarþing — 51. fundur,  18. des. 2009.

umhverfis- og auðlindaskattur.

257. mál
[19:13]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta frumvarp hefur komið illa við miðtaugakerfið í stjórnarandstöðunni og sérstaklega Sjálfstæðisflokknum. Ég held að það sé vegna þess að í fyrirsögninni og heiti frumvarpsins er vísað í auðlindir. Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf á tánum þegar minnst er á auðlindirnar og áhuga okkar ríkisstjórnarmegin á að standa vörð um auðlindirnar. Það held ég að sé ástæðan.

Það er synd, hæstv. forseti, hve mikið ég er búinn að krassa út á spássíu frumvarpsins en mig langar til að sýna þingheimi þetta blað vegna þess að á þessari síðu og einnig þeirri næstu, niður fyrir miðja síðuna, er upptalning á öllum þeim aðilum sem komu fyrir efnahags- og skattanefnd til að koma áherslum sínum á framfæri. (Forseti hringir.) Þeir aðilar komu einnig á fund fjármálaráðherra og sérfræðinga (Forseti hringir.) fjármálaráðuneytisins og niðurstaðan liggur fyrir. (Gripið fram í: Vanreifað …) Það var tekið tillit til þeirra sjónarmiða (Gripið fram í: Nei.) sem þessir (Forseti hringir.) aðilar settu fram. Það er staðreynd.