138. löggjafarþing — 52. fundur,  18. des. 2009.

breyting á skattafrumvarpi ríkisstjórnarinnar.

[20:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég hugsa að forseti þurfi að endurskoða starfsemi þingsins vegna þess að rétt áðan á fundi hv. efnahags- og skattanefndar kom fram tillaga frá ríkisstjórninni um gjörbreytingar á virðisaukaskattskerfinu sem hún var búin að skipuleggja. Í því felst að í staðinn fyrir að vera með nýtt skattþrep verður áfram 7% skattur en hæsta skattþrepið er hækkað upp í 25,5%. Þetta er gert, frú forseti, án þess að nokkurt samráð sé haft við einn eða neinn. Það er ekki kallað á gesti, það er ekki kallað eftir umsögnum, atvinnulífið er ekki spurt, þingmenn eru ekki spurðir og þetta er tekið út úr nefndinni eftir u.þ.b. fjórar, fimm mínútur, eitthvað svoleiðis.

Ég verð að gera mjög alvarlegar athugasemdir við þetta vinnulag og óska eftir því að hæstv. forseti (Forseti hringir.) endurskipuleggi stjórn fundarins.