138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[12:15]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Frú forseti. Verulegu máli skiptir í hvaða röð aðgerðirnar eru gerðar. Þar sem allar skattaráðstafanir ríkisstjórnarinnar virðast meira og minna beinast gegn áhættufé, gegn atvinnu með þeim hætti og hækkun á tryggingagjaldi er sömuleiðis gegn atvinnu. Það getur orðið til þess að fyrirtæki verði gjaldþrota, hér verði atvinnuleysi meira en þyrfti og mikilsverð þekking og verðmæti tapist. Verulega mikil verðmæti tapast í hvert einasta skipti sem fyrirtæki verður gjaldþrota, bæði í þekkingu starfsmanna, uppbyggingu fyrirtækisins o.s.frv. Þessi þekking fer forgörðum, þessi verðmæti fara forgörðum við það að skattleggja fyrst heimilin og atvinnulífið og ætla svo síðan að taka út séreignarsparnaðinn í staðinn fyrir að fara í hina röðina.