138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[12:29]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er hárrétt hjá hv. þingmanni að það er mikilvægt að við þrengjum ekki aðgengi fólks að dómstólunum, að það hafi aðgang að þeim. Það er líka alveg rétt að 15 þús. kr. er fjárhæð sem skiptir fjöldann allan af fólki hér á landi verulega miklu máli. Það er um leið líka rétt að það að stefna er nokkuð sem skiptir verulega miklu máli og svona í ljósi annarrar gjaldtöku í samfélaginu held ég að hér sé ekki of langt gengið og því hefur nefndin ekki gert tillögur að breytingum á þessu.