138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[12:55]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil vekja athygli á því að við, meiri hlutinn á þingi, leggjum til tvær ráðstafanir í skattamálum sem vinna hvor gegn annarri. Við erum að hækka hér virðisaukaskattinn úr 24,5% upp í 25,5% sem mun virka neikvætt á eftirspurn einkageirans en við erum jafnframt að leyfa áframhaldandi úttekt á séreignarlífeyrissparnaði sem mun örva eftirspurnina og ekki síst leiða til aukinna skatttekna sveitarfélaganna sem mörg hver eru mjög illa stödd. Með öðrum orðum, þessar tvær ráðstafanir munu núlla áhrifin út þannig að einkaneysla mun af þessum tveimur ráðstöfunum breytast lítið sem ekkert.