138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[14:07]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og skattn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég mæli enn og aftur eindregið með því að fundinum verið frestað þó ekki væri nema í tíu mínútur þangað til fjárlaganefnd hefur lokið sínum störfum. Þetta er ekki í þeim anda sem við höfum starfað á undanförnum dögum, það er mikill samstarfsvilji af hálfu okkar í stjórnarandstöðunni þegar kemur að þinghléi hér og ég held að við höfum sýnt það. En mér finnst einfaldlega ekki hægt að bjóða hv. þm. Þór Saari upp á það að þurfa að flytja ræðu hér á meðan verið er að fjalla um annað mikilvægt mál í fjárlaganefnd sem tengist Icesave-samningunum, sem hv. þingmaður hefur verið mjög ötull að kynna sér og tala um á vettvangi þingsins. Ég tel að með þessu sé verið að brjóta á réttindum þingmannsins og það er mjög alvarlegt. Ég geri góðfúslega þá kröfu til frú forseta að fresta þingfundi þar til fjárlaganefnd hefur lokið sínum fundi.