138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[15:03]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er rétt að ekki hefur verið farið eftir öllum tillögum mínum inni á þingi, enda er ekki við því að búast að tillögur frá einum þingmanni nái framgangi á þinginu. Það þarf náttúrlega meiri hluta til að ná málum í gegn. Ég vil þó nefna að núna er búið að fela Seðlabanka Íslands að skoða hvernig hægt sé að minnka vægi verðtryggingar á Íslandi. Ég bind vonir við að Seðlabankinn komi með tillögur um það hvernig við getum í nokkrum skrefum afnumið verðtrygginguna til að losna undan þessum víxlverkunum skattahækkana og hækkana á skuldum heimilanna. Annað sem ég vil geta um er að viðskiptanefnd áformar að halda opinn fund þar sem gallar og kostir verðtryggingar verða ræddir. Þessum fundi verður væntanlega sjónvarpað frá Alþingi.