138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[16:17]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Bara til að árétta það að gjöldin sem fjallað er um í lögum um aukatekjur ríkissjóðs og kölluð eru dómsmálagjöld eru að stórum hluta gjöld sem leggjast á kostnað vegna útgáfustefnu í skuldamálum þannig að hér er um að ræða skatt sem mun leggjast á skuldara, ekki síst skuldug heimili.