138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[17:41]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Það er mikil einföldun að fella niður þetta aukaþrep sem menn ætla að setja inn og það var krafa allra gesta og allra umsagnaraðila og stjórnarmeirihlutans. (Gripið fram í: Stjórnarandstöðunnar.) Stjórnarandstöðunnar, fyrirgefið, það var alls ekki krafa stjórnarmeirihlutans. Þetta er mikil einföldun en ég vara við því að hækka efsta þrepið. Það eru einmitt kannski mistökin sem geta komið í ljós að þegar menn skattleggja skattstofn of mikið þá minnkar hann. Það getur vel verið að verðteygni þessarar vöru og þjónustu sé orðin svo mikil að tekjur ríkissjóðs af þessari hækkun verði engar. Ég vara við þeim mistökum sem menn geta hugsanlega gert þegar þeir vaða svona áfram og ætla sér að afgreiða hugmyndir sem komu fram fyrir 22 tímum. (Gripið fram í: Og ekkert skoðaðar.) Ekkert skoðaðar og enginn kallaður til eða spurður ráða. Þetta er mjög varasamt, herra forseti, og ég segi nei. (ÖJ: Varstu ekki að segja að allir hefðu sagt ...)