138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[21:31]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru líka til hagfræðikenningar um að til skemmri tíma geti skattahækkanir verið meira örvandi fyrir hagkerfið en að draga úr ríkisútgjöldum og við munum vonandi fá tækifæri síðar til að ræða það. En mig langar þá að spyrja hv. þingmann því að Mark Flanagan, fulltrúi AGS, hefur sagt um tillögur hv. þingmanns og stjórnmálaflokks hans að með fyrir fram skattheimtu úr lífeyrissjóðunum líti út fyrir að fjárlagahallinn sé að minnka en það sé þó ekki raunveruleg leiðrétting á halla ríkissjóðs, enda minnki skatttekjur í framtíðinni á móti. Hann segir að fyrir fram skattheimta fegri tölurnar tímabundið og fresti nauðsynlegum aðgerðum til að leiðrétta halla ríkissjóðs.

Telur hv. þingmaður að herra Mark Flanagan, fulltrúi AGS, hafi hreinlega misskilið tillögur hans og Sjálfstæðisflokksins?