138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:10]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna, (BJJ: Málefnalega.) mjög svo málefnalega og innblásna. Þó að ég hafi ekki alltaf verið sammála honum í nálgun langar mig að spyrja hann aðeins út í eitt atriði sem ég heyrði ekki að hann minntist sérstaklega á, svokallaðan auðlegðarskatt: Telur hv. þingmaður að við göngum of langt fram í því að leggja á efnuðustu einstaklinga landsins að borga 12.500 kr. af hverri milljón sem þeir eiga umfram 90 millj. kr. nettó, og 120 millj. kr. í tilviki hjóna? Er of langt gengið í því tilviki að mati hv. þm. Birkis Jóns Jónssonar og kannski Framsóknarflokksins í heild?