138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:18]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta efh.- og skattn. (Birkir Jón Jónsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég fullyrti í dag að í öllum þeim breytingum á öllum þessum greinum og lagabálkum sem við höfum gert í 100 metra hlaupinu rétt fyrir áramótin væru einhver mistök innifalin. Málin fara á leifturhraða í gegnum þingið og ætli það fari ekki drjúgur tími af tíma okkar hv. þm. Péturs Blöndals í janúarmánuði í efnahags- og skattanefnd í að fara yfir þessi mál og yfirfara það sem aflaga hefur farið sem óneitanlega hlýtur að vera eitthvað.

Svo ég klári baðferðina sem ég fór í og náði varla að klára sómasamlega naut ég þó þess munaðar að fara í skattlaust bað núna fyrir áramótin. Stefna ríkisstjórnarinnar er að skattleggja sturtu- og baðferðir Íslendinga á nýju ári og ef herðir á kreppunni getur orðið sérstakur munaður að leyfa sér að fara í heita sturtu. Kannski verður það orðið nokkuð algengt að menn verði í köldum sturtum á Íslandi árið 2010.