138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:52]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég get ekki annað en skilið það svo að hefði hv. þm. Pétur H. Blöndal verið í sporum hæstv. ríkisstjórnar, hefði hann tekið vísitölutenginguna úr sambandi. Ég gat ekki skilið þetta öðruvísi. Hann minntist ekkert á það, eins og ég spurði um, að hann hefði staðið vörð um lágtekjuhópana í skattkerfinu. Þar með er það bara komið á hreint.

Hvað varðar það lán … (Gripið fram í: Er það komið á hreint?) (Gripið fram í: Þú svaraðir henni ekki.) Einmitt, mér fannst kannski ákveðin vísbending í því að hv. þingmaður skyldi ekki svara spurningunni sem ég lagði fyrir hann um það hvort hann hefði staðið vörð um lágtekjuhópana. (Gripið fram í: Ég fór í andsvar.) Jæja.

(Forseti (ÞBack): Gefið hljóð.)

Hvað varðar lán í framtíðinni, skatttekjum framtíðarinnar sem hugmynd Sjálfstæðisflokksins vissulega snýst um, vil ég benda á að hver aðilinn á fætur öðrum kom inn á fund efnahags- og skattanefndar um daginn, m.a. forsvarsmenn lífeyrissjóðanna sjálfra, forsvarsmenn Samtaka atvinnulífsins (Forseti hringir.) o.s.frv. og setti ofan í við Sjálfstæðisflokkinn fyrir þessar óábyrgu hugmyndir.