138. löggjafarþing — 55. fundur,  19. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[22:58]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta efh.- og skattn. (Tryggvi Þór Herbertsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á að þakka hv. þm. Önnu Pálu Sverrisdóttur fyrir ræðuna. Það er tvennt sem mig langar til að spyrja um í byrjun. Óumdeilt er að lög kveða á um að persónufrádráttur hækki um næstu áramót út af vísitölutengingum og óumdeilt er líka að stjórnarflokkarnir eru að afnema þá tengingu. Væri farið að núgildandi lögum lækkaði skattbyrði allra við það en stjórnarflokkarnir halda því fram að skattbyrði þeirra sem eru undir 270 þús. kr. lækki við þetta. Nú ætla ég ekki að blanda þessu saman við það hvort við höfum efni á þessu eða ekki, það er önnur spurning, en (Forseti hringir.) aftur á móti er grundvallaratriði að segja satt þegar sagt er frá hlutunum. (Forseti hringir.) Menn mega ekki segja þjóðinni ósatt með þetta, (Forseti hringir.) þetta er óumdeilt. — Klukkan er bandvitlaus, maður er …

(Forseti (ÞBack): Nei, hv. þingmaður, nú hrökk klukkan í réttan gír.)