138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[09:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér erum við að taka afstöðu til fjölmarga mála. Það sem kannski stendur upp úr er margþrepa tekjuskattur og margs konar annar —

(Forseti (ÁRJ): Þetta er virðisaukaskattur.)

Virðisaukaskattur, já, fyrirgefðu. Þarna er verið að hækka efsta þrepið á virðisaukaskattinum sem er að mínu mati mjög hættulegt þar sem það getur verið að skattstofninn rýrni svo mikið við þessa hækkun að tekjur ríkissjóðs rýrni og verði jafnvel minni en ella. Ég segi nei við þessu.