138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

93. mál
[09:14]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég styð þá þverpólitísku niðurstöðu sem hefur náðst að þessu sinni um Þingvallaþjóðgarð en ég vil hins vegar vekja athygli þingheims á því að við ættum að sameina alla þjóðgarða á Íslandi, ekki hafa þrenns konar löggjöf um þá þjóðgarða sem við starfrækjum heldur samræma þá og hætta að vera með sérmeðferð fyrir Þingvelli og skilja þá í raun aðra þjóðgarða eftir.