138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:27]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er fjallað um breytingartillögu um hvernig skattleggja eigi gengishagnað af innlánsreikningum í erlendri mynt. Eins og frumvarpið var orðað kom í ljós að það væri í rauninni óframkvæmanlegt eða mjög óréttlátt og breytingartillagan lagar það eiginlega ekki neitt. Í eðli sínu er mjög erfitt að skattleggja gengishagnað af gengisreikningum þar sem gengið sveiflast upp og niður. Menn geta átt tvo gengisreikninga, annan í svissneskum frönkum og hinn í dollurum og annar hækkar en hinn lækkar. Það er mjög óeðlilegt að annar sé skattlagður en hinn ekki þegar eigandinn er á núlli. Því verður þessi breyting mjög ósanngjörn og óréttlát og ég segi nei við henni.