138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:29]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Frú forseti. Þessi grein kvað á um að framlag launagreiðenda til öflunar lífeyrisréttinda umfram tvær milljónir yrði skattlagt sem tekjur en þó ekki ef framlagið hefði verið samkvæmt kjarasamningi. Í þessu ákvæði fólst gríðarlega mikil mismunun og tvísköttun fyrir vissa hópa í þjóðfélaginu. Breytingartillaga þessi er nokkurn veginn í samræmi við það sem 1. minni hluti lagði til, að fyrst verði greitt lögbundið lágmarksframlag, síðan megi greiða tvær milljónir að hámarki og eftir það gildi tekjuskatturinn. Það er til bóta hvernig þessari grein hefur verið breytt og það er gleðilegt að meiri hlutinn hafi þarna að nokkru leyti hlustað á (Forseti hringir.) minni hlutann.