138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:36]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er verið að flækja skattkerfið, taka upp þrepaskiptan tekjuskatt sem hefur í för með sér mikla fjölgun á eftirágreiðslum, bæði það sem menn þurfa að greiða eftir á og fá endurgreitt, auk þess sem þetta gerir samsköttun hjóna nánast ómögulega eða mjög óréttláta. Svo er í þessu ákvæði líka verið að hækka fjármagnstekjuskatt úr 10% í 18% sem er atlaga að áhættufé, en áhættufé er nauðsynlegt til að skapa störf í landinu. Svo virðist sem skattafrumvörpum ríkisstjórnarinnar sé beitt gegn störfum í landinu, beint gegn því að hér skapist störf og vinni í rauninni með því atvinnuleysi sem því miður er orðið allt of mikið. Ég segi nei.