138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:37]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég hvet alla til að kynna sér þetta mál og sjá hvað í rauninni felst í því sem ríkisstjórnin kallar félagslegt jafnrétti. Þetta eru verstu fréttir sem launamenn á Íslandi hafa fengið í áratugi (Gripið fram í: Nei.) því að nú er sú vinna sem unnin var og menn voru sammála um — virðulegi forseti, þetta fer afskaplega illa í hv. þingmenn Samfylkingar og Vinstri grænna og ég skil það vel. Núna er farin sú einföldun sem menn náðu eftir átatugabaráttu og ef menn telja það réttlátt að hafa flókið skattkerfi sem enginn skilur, ef menn telja það réttlátt að menn þurfi núna að greiða háar fjárhæðir fyrir aðstoð við það eitt að fylla út skattframtalið sitt skal það útskýrt að það er réttlæti vinstri manna. Hins vegar er nákvæmlega ekkert réttlátt við þetta og þetta er ekkert annað en (Forseti hringir.) skemmdarverk á íslenska tekjuskattskerfinu.