138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:46]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari grein er að finna tillögur sem færa fjölda tekjuflokka aðila með takmarkaða skattskyldu hérlendis í brúttóskattlagningu. Nái tillagan fram að ganga munu erlendir aðilar bera þyngri skatta en innlendir þar sem þeim verður óheimilt að draga kostnað frá tekjum. Erlendum lánveitendum verður fyrirmunað, þrátt fyrir frísköttunarsamninga, að fá skattálagningu bætta. Þetta mun gera fjármögnun íslenskra fyrirtækja erfiðari og dýrari og seinka endurreisninni. Ég segi nei.