138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:47]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í þessari grein er lögð til hækkun á tekjuskatti lögaðila. Við í minni hlutanum höfum varað við þessu því að leið skattlagningar verður ekki farin til þess að vinna Ísland út úr núverandi efnahagsörðugleikum eins og þessi tillaga felur í sér. Enn og aftur minnum við á skattlagningu séreignarsparnaðar sem valkost við tekjuöflun ríkissjóðs. Ég segi nei.