138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:55]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Með 28. og 30. gr. verður sett sú lagaskylda á launamenn að upplýsa vinnuveitendur um hvaða skatthlutfall hann skuli innheimta. Það sjá allir til hvers það mun leiða. Það mun leiða til þess að eftirágreiðslur í kerfinu munu aukast stórkostlegra.

Í umsögn fyrrverandi ríkisskattstjóra segir að í staðgreiðslukerfi innheimtist í kringum 95% af álagningu en í kringum 50% í eftirágreiddu kerfi. Það mun veikja skattstofnana gríðarlega að setja þessa ábyrgð á launagreiðendur og gera alla skattframkvæmd mun erfiðari. Ég segi nei.