138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:57]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Íslendingar eru afskaplega dugleg þjóð og það er mjög algengt að fólk starfi hjá tveimur atvinnurekendum og jafnvel fleirum. Hér er verið að setja ákvæði um það að þeim beri skylda til að kynna atvinnurekendum sínum hvar þeir starfa annars staðar og ég held að þetta jaðri við að brjóta persónuverndarlög. Ég held að atvinnurekendum komi ekkert við hvar fólk vinnur og hvaða tekjur það hefur annars staðar. Ég segi nei.