138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

kjararáð.

195. mál
[10:07]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Nú er ríkisstjórnin að ná hæstu hæðum í lágkúru sinni. (Gripið fram í: Noh!) Hér hefur verið lagt fram frumvarp sem leiðir af sér að laun æðstu stjórnenda ríkisins eru bundin út árið 2010. Með þessu er ríkisstjórnin að fara á móti kjararáði sem er sjálfstæð stjórnsýslustofnun og á að úrskurða um laun þessara aðila. (Gripið fram í.) Það er ófært að ríkisstjórn skuli ganga fram með þessum hætti og að vaðið skuli vera yfir þessa stjórnsýslunefnd. Það bendir ekkert til þess í launaþróun að kjararáð hefði ákvarðað um hækkun þessara aðila sem undir það heyra. Þetta er lýðskrum og ekkert annað og þetta eru verkstjórar ríkisstjórnarinnar að sýsla við nú í stað þess að bjarga fjölskyldum og heimilum.