138. löggjafarþing — 57. fundur,  21. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[15:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er vissulega rétt hjá hv. formanni fjárlaganefndar að það er ágreiningur milli fjármálaráðuneytis og ekki bara Ríkisendurskoðunar heldur og allra annarra sem vit hafa á málinu. Það samræmist ekki reikningsskilavenjum að bókfæra tekjur úr framtíðinni. Það er hárrétt sem hv. þingmaður segir, þetta á að fara yfir efnahag en ekki yfir reksturinn, þannig að í raun á að samþykkja hér fjárlög á morgun sem eru með 1,2 milljarða kr. meiri halla en gefið er upp í fjárlögunum. Og það er vitað.

Ég ætla að spyrja hv. þingmann aftur: Eru eðlileg vinnubrögð að þetta sé gert miðað við þá forsendu að ekki sé (Forseti hringir.) rétt að bóka þetta sem tekjur?