138. löggjafarþing — 57. fundur,  21. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[18:33]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og hv. þm. Pétri H. Blöndal á að vera mjög ljóst höfum við ekki afgreitt Icesave-málið frá Alþingi. Vissulega hef ég miklar áhyggjur af þeim skuldbindingum sem við verðum að taka á okkur sem ég tel að við komumst ekki undan. Þetta eru vissulega mjög háar upphæðir, þetta eru miklar skuldbindingar en við metum það þannig, við gerum það í meiri hlutanum, að undan þessu verði ekki komist, það sé til nokkurs að vinna að klára þetta mál og standa við þær skuldbindingar sem við höfum tekið á okkur. Þetta er mjög flókið mál og þetta er mjög erfitt mál. Ég ætla ekki að draga dul á það að ég hef áhyggjur af því hvað þetta leggur þungar byrðar á þjóðina, en við verðum að taka því og reyna að (Forseti hringir.) leysa það sem allra best, því miður.