138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:17]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegur forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um það hvort við ætlum í rauninni að vinna okkur út úr þessari kreppu. Þetta er valkosturinn við það sem spunameistarar ríkisstjórnarinnar kalla norræna velferðarskatta sem eru ekkert annað en gamaldags eftir á greiddir flóknir skattar sem Íslendingar höfnuðu fyrir löngu af gildri ástæðu. Íslendingar munu finna fyrir því á næsta ári af hverju þessu var hafnað á sínum tíma. Ungt fólk mun finna fyrir því, fólk sem vinnur á fleiri stöðum en einum, hversu slæmt það er að vera með flókið og erfitt skattkerfi sem ekkert réttlæti er í heldur fyrst og fremst flækjustig og einhverjir skrýtnir draumar vinstri manna um skattahugmyndir eru að komast í framkvæmd. (Forseti hringir.) Ég segi já við þessari tillögu.