138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:21]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegi forseti. Það lítur út fyrir að ég muni missa nokkrar kaloríur í dag við þessa atkvæðagreiðslu sem er ágætt. Hér leggjum við til að farin verði önnur leið og að tekjuskattar sem ríkisstjórnin vill leggja á heimili verði lækkaðir til muna, einmitt vegna þess að hægt er að ná í tekjur fyrir ríkissjóð annars staðar, eins og hefur komið fram, með því að láta þá sem nýta auðlindir allrar þjóðarinnar greiða af þeim hóflegan arð til þjóðarinnar og hlífa henni þá við þeim afarkostum sem henni eru settir, bæði við óðahækkunum á húsnæðislánum sem munu hækka enn frekar við skattahækkanirnar á óbeinu sköttunum og eins við því að þurfa að greiða hærri beina skatta. Þess vegna leggjum við til að þessi breytingartillaga verði samþykkt.