138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:22]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er lagt til að leggja sérstakt gjald á sjávarútveginn sem nemur u.þ.b. fjórðungi af aflaverðmæti sjávarútvegsins á síðasta ári sem er síðasta heila árið sem við höfum upplýsingar um. Þetta mundi þýða í raun að það væri verið að eyða út allri framlegð í sjávarútveginum sem á að standa undir afborgunum og vöxtum af lánum þannig að sjávarútvegurinn væri fyrirsjáanlega settur í vanskil. Þetta er óraunhæf tillaga og hana verður auðvitað að fella.