138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:25]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Tekjuhlið fjárlaganna byggir m.a. á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á sköttum á Íslandi á undanförnum sólarhringum. Við sjálfstæðismenn höfum varað eindregið við því að sú efnahagsstefna sem birtist í skattaáformum ríkisstjórnarinnar er röng. Hún er röng við þær aðstæður sem uppi eru á Íslandi, hún er röng vegna þess að hún er dæmd til að draga úr umsvifum í hagkerfinu og minnka möguleika okkar á því að vinna okkur út úr kreppunni. Skattstefna ríkisstjórnarinnar mun bæði dýpka og lengja þá kreppu sem nú stendur yfir. Hins vegar er ljóst að ríkissjóður þarf á tekjum að halda og ég mun því sitja hjá við afgreiðslu á þessu máli.