138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:44]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er leitast við að færa fjöldann allan af smáliðum um æskulýðsmál undir Æskulýðssjóð. Það er til sjóður sem á að sjá um þessar úthlutanir. Hann starfar á faglegum forsendum. Það er æskileg meðferð á almannafé á Íslandi að úthlutanir úr sameiginlegum sjóðum landsmanna séu gerðar hlutlægt og á faglegum forsendum en ekki eftir hugdettum einstakra þingmanna. Þess vegna legg ég til að þessi breytingartillaga verði samþykkt.