138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:51]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegi forseti. Á fund fjárlaganefndar kom kona ein sem sagðist vera spákona og óskaði eftir fjárframlögum. Fjárlaganefnd ákvað að taka hana alvarlega og úthluta til hennar fjármunum. Þeir eru undir þessum lið. Á dauða mínum átti ég von þegar ég steig fæti inn á Alþingi en ekki þessu. (Gripið fram í: Þú hefðir átt að láta spá fyrir þér.) [Hlátur í þingsal.]

Undir næsta lið er jafnframt fjárveiting sem snýr að rannsóknum á frjósemi hrognkelsa í Húnaflóa. Hrognkelsaveiðar skila 1,5 milljörðum í þjóðarbúið. Atvinnugreinin sjálf tímir samt ekki að kosta örfáum milljónum til sinna eigin rannsókna, heldur seilist í vasa skattgreiðenda. Ég tel óþarft að úthluta fjármunum með þessum hætti.