138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[09:54]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Frú forseti. Hér er gerð tilraun til að minnka aðeins þau gríðarlegu framlög sem ríkið leggur til ríkiskirkjunnar á Íslandi og annarra trúfélaga. Við teljum að trúfélög eigi ekkert frekar en önnur áhugamannafélög endilega að eiga beinan aðgang að fjármunum almennings á Íslandi. Kristin trú og kirkjan á Íslandi gegnir að sjálfsögðu mikilvægu hlutverki en það er ekki þar með sagt að allur almenningur eigi að standa undir þeim kostnaði, og alls ekki í þeim mæli sem gert er ráð fyrir í þessu frumvarpi. (BirgJ: Heyr, heyr.)