138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:24]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Hér er enn og aftur með breyttum aðferðum við tekjuöflun fyrir ríkissjóð sem og breyttri forgangsröðun í útgjaldaliðum lagt til að heilbrigðismál fái um 7,5 milljarða til viðbótar til að koma til móts við boðaðan niðurskurð í heilbrigðismálum. Ég tel einfaldlega mjög brýnt og við í Hreyfingunni að fjármálum ríkissjóðs og fjármálum almennings í landinu sé ráðstafað með þeim hætti að heilbrigðismál verði í algjörum forgangi og því leggjum við til að þessi breytingartillaga verði samþykkt.