138. löggjafarþing — 59. fundur,  22. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[10:31]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Nei, hæstv. fjármálaráðherra, það ríkir ekki almenn sátt um það að ríkið standi við sinn hlut í þessu máli. Ef 2 milljarðar kr. leggjast á sveitarfélögin í gegnum tryggingagjaldið og það á að bæta þeim 1.200 millj. kr. með þessu móti vil ég meina að enn þá standi út af 800 millj. kr. Það er ekki hægt að horfa til þess að sveitarfélögin fái réttmætar tekjur í raun af séreignarsparnaðinum og það eigi bara að reikna hann inn í það, þ.e. að þær tekjur séu bætur á móti þessu. Mér finnst þetta vera blekking. Ríkið skuldar enn þá sveitarfélögunum töluvert mikla fjármuni upp í það tryggingagjald sem þeim var lofað að yrði bætt. (Gripið fram í.) Það er ekki sanngjarnt, (Fjmrh.: Þetta er rangt. …) hæstv. fjármálaráðherra, að horfa á — (Fjmrh.: Það er nákvæmlega …) (Forseti hringir.) Það er ekki sanngjarnt, hæstv. fjármálaráðherra, að horfa á aðrar skatttekjur sem sveitarfélögin geta fengið. Þér væri nær að standa við þau loforð sem voru gefin. (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Það er rétt.) (Forseti hringir.) (Gripið fram í: Virðulegur forseti.) Hverju var lofað, (Forseti hringir.) frú forseti?

(Forseti (ÁRJ): Ekki samtöl. Forseti hvetur þingmenn til að vera ekki í samtölum við ræðumenn.) [Háreysti í þingsal.]